Fara í efni

Brautarholt 146017 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2203302

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 431. fundur - 13.04.2022

Svavar Haraldur Stefánsson og Ragnheiður G. Kolbeins, f.h. Brautarholtsbænda ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Brautarholts (landnr. 146017) á Langholti í Skagafirði, sækja um leyfi til þess að skipta lóð úr landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7390-50, dags. 29. mars 2022. Lóðin er ætluð fyrir íbúðarhús og á uppdrætti fengið heitið Brautarholt 1.

Landskipti þessi samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og styðja við markmið aðalskipulags um búsetu í dreifbýli. Landskipti þessi hafa óveruleg áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar spildu. Engin fasteign er á umræddri lóð.
Lögbýlaréttur og öll hlunnindi vegna Brautarholts munu áfram fylgja landnúmerinu 146017.

Samhliða stofnun lóðarinnar er óskað eftir því að fá heimild til að leggja veg að lóðinni, eins og uppdrátturinn sýnir.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðin landskipti og nafngift en felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umsókn um veglagningu að fenginni umsögn Minjavarðar.