Fara í efni

Lyngbrekka (L232788) - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2203195

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 430. fundur - 29.03.2022

Björn Ólafsson, þinglýstur eigandi lóðarinnar Lyngbrekku í Skagafirði (landnr. 232788), óska hér með eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að stofna byggingarreit á lóðinni skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-102 í verki 7591-07, dags. 26. jan. 2022.
Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús.
Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar dagss. 23.03.2022.

Byggingarreitur er utan veghelgunarsvæðis en fyrirhugað íbúðarhús verður í 51 m fjarlægð frá Efribyggðarvegi.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að sótt verði um undanþágu Innviðaráðuneytis frá gr. 5.3.2.5, í skipulagsreglugerð nr. 91.2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka bygginga frá Efribyggðarvegi.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 423. fundur - 06.04.2022

Visað frá 430. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 29. mars sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:

"Björn Ólafsson, þinglýstur eigandi lóðarinnar Lyngbrekku í Skagafirði (landnr. 232788), óska hér með eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að stofna byggingarreit á lóðinni skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-102 í verki 7591-07, dags. 26. jan. 2022.
Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús.
Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar dagss. 23.03.2022.
Byggingarreitur er utan veghelgunarsvæðis en fyrirhugað íbúðarhús verður í 51 m fjarlægð frá Efribyggðarvegi.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að sótt verði um undanþágu Innviðaráðuneytis frá gr. 5.3.2.5, í skipulagsreglugerð nr. 91.2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka bygginga frá Efribyggðarvegi."

Tillaga skipulags- og byggingarnefndar um að sótt verði um undanþágu Innviðaráðuneytis frá gr. 5.3.2.5. í skipulagsreglugerð nr 91.2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka bygginga frá Efribyggðarvegi, borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.