Fara í efni

Borgarsíða 3 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2203156

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 430. fundur - 29.03.2022

Umsókn um iðnaðarlóð og hugsanlega sameiningu lóða.
Fyrir hönd Kaffi 600 ehf. sækir Sigurpáll Aðalsteinsson um iðnaðarlóðina Borgarsíðu 3.
Kaffi 600 ehf. hefur þegar fengið lóð númer 4 við Borgarteig úthlutað og óskar nú einnig eftir lóð númer 3 við Borgarsíðu með þann möguleika að geta sameinað lóðirnar tvær í eina.
Fyrirhugað er að byggja á lóðunum í tveimur áfögnum og áætlað að framkvæmd við fyrri hluta hefjist sumarið 2022. Þeim framkvæmdum hefur þegar verið lýst í fyrr umsókn um Borgarteit 4. Seinni áfangi væri annað límtréshús mögulega byggt í tengingu við húsið við Borgarteig 4. Ástæða fyrir beiðni um sameiningu lóða er að byggja yfir núverandi lóðarmörk lóðanna Borgarteigs 4 og Borgarsíðu 3 byggir á því að hugsanleg nýting hússins muni krefjast gegnumaksturs um bygginguna sem og kröfum um aukið umferðaröryggi.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.