Fara í efni

Helgustaðir L223795 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2203057

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 430. fundur - 29.03.2022

Guðjón Magnússon og Helga Óskarsdóttir, þinglýstir eigendur jarðarinnar Helgustaða í Hegranesi, landnúmer 223795, óska eftir heimild til að stofna 525 m² byggingarreit fyrir íbúðarhús og fjárhús í landi jarðarinnar, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101 í verki 7746-0101, dags. 23. mars 2022. Afstöðuppdráttur unninn á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni.
Vegtenging að húsinu verður um núverandi vegtengingu frá Hegranesvegi að byggingum sem fyrir eru á jörðinni.

Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu.

Skipulags- og byggingarnefnd - 431. fundur - 13.04.2022

Mál áður á dagskrá 430. fundar skipulags- og byggingarnefndar, eftirfarandi bókað:
“Guðjón Magnússon og Helga Óskarsdóttir, þinglýstir eigendur jarðarinnar Helgustaða í Hegranesi, landnúmer 223795, óska eftir heimild til að stofna 525 m² byggingarreit fyrir íbúðarhús og fjárhús í landi jarðarinnar, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101 í verki 7746-0101, dags. 23. mars 2022. Afstöðuppdráttur unninn á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Vegtenging að húsinu verður um núverandi vegtengingu frá Hegranesvegi að byggingum sem fyrir eru á jörðinni. Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu.?
Fyrir liggur jákvæð umsögn minjavarðar.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.