Fara í efni

Meyjarland 145948 - Umsókn um landskipti.

Málsnúmer 2202155

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 426. fundur - 24.02.2022

Halla Guðmundsdóttir, þinglýstur eigandi jarðarinnar Meyjarland, landnúmer 145948 óskar eftir heimild til að stofna tvær spildur úr landi jarðarinnar, sem „Meyjarland vegsvæði 1“ og „Meyjarland vegsvæði 2“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 712503 útg. 20. des. 2021. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Meyjarland vegsvæði 1 verður 1.970 m².
Meyjarland vegsvæði 2 verður 2.575 m².
Þá er óskað eftir því að útskiptar spildur verði leystar úr landbúnaðar notkun og skráð notkun verði Annað land (80).
Innan útskiptra spildna er vegtenging við Reykjastrandarveg (748) og heimreiðarvegur að Meyjarlandi lóð, L188621 og gerð er kvöð á báðum spildum um yfirferðarrétt að Meyjarlandi lóð um umrædda heimreið. Þar sem útskiptar spildur þjóna Meyjarlandi lóð vísa landheiti til þeirrar landareignar og landnotkunar spildnanna. Þá er settur staðgreinir til að greina á milli útskiptra spildna.
Engin fasteign er innan útskiptra spildna.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Meyjarlandi, landnr. 145948.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.

Þá óska þinglýstir eigendur Meyjarlands, L145948, og Meyjarlands lóðar, L188621, eftir því að hnitsett afmörkun Meyjarlands lóðar verði skráð í landeignaskrá. Afmörkun og hnitaskrá landsins á meðfylgjandi uppdrætti er skv. uppdrætti frá Stoð ehf. verkfræðistofu nr. S01, dags. ágúst 2001 úr verki 7125, sem vísað er til í þinglýstu skjali nr. 718/2001. Til viðbótar eru hnit nr. LM06, LM07 og LM08 sem eru sótt í afmörkun Meyjarlands lóðar, L188621, eins og hún er skilgreind á uppdrætti dags. ágúst 2001. Stærð Meyjarlands lóðar er 5,8 ha.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.