Fara í efni

Álfgeirsvellir lóð 219759 - Umsókn um byggingarreit.

Málsnúmer 2202145

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 426. fundur - 24.02.2022

Sigríður Þóra Stormsdóttir og Jón Egill Indriðason, þinglýstir eigendur lóðarinnar Álfgeirsvellir lóð, landnúmer 219759, óska hér með eftir heimild til að stofna 1560 m² byggingarreit á landi lóðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 725601 útg. 14.febrúar 2022. Afstöðuuppdrátturinn var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Um er að ræða byggingarreit fyrir nýtt íbúðarhús. Hámarksnýtingarhlutfall byggingarreits verður 0,20. Byggingarreitur er utan veghelgunarsvæðis en óskað er eftir undanþágu á ákvæði í lið d. í 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 um 100 m fjarlægð á milli íbúða og tengivega enda liggur byggingarreitur sem sótt er um hærra en vegurinn. Á uppdrætti er fjarlægð byggingarreits 40,01 metrar frá Efribyggðarvegi.
Möguleikar á umbótum Efribyggðarvegar á þessum kafla skerðast því ekki með staðsetningu byggingarreits.
Tillaga að aðkomu er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Viðræður landeigenda við Vegagerð um nýja vegtengingu eru í gangi.
Nefndin leggur til að fenginni jákvæðrar umsagnar minjavarðar og Vegagerðarinnar að sótt verði um undanþágu til Innviðaráðuneytis frá gr. 5.3.2.5, í skipulagsreglugerð nr. 91.2013, vegna 100 m fjarlægðarmarka bygginga frá Efribyggðarvegi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir undanþágu frá 100 m fjarlægðarreglu.