Fara í efni

Vindheimamelar (landnr. 146250) - breyting á hnitsettum, ytri landamerkjum og umsókn um landskipti

Málsnúmer 2202131

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 426. fundur - 24.02.2022

Magnús Sigmundsson, Pétur Gunnar Sigmundsson, Sigmundur Magnússon og Arion banki, þinglýstir eigendur Vindheimamela, landnúmer 146250 óska eftir staðfestingu á ytri afmörkun landsins skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-01 í verki 725151, dags. 10. des. 2021. Óskað er eftir því að ytri afmörkun fylgi girðingu líkt og meðfylgjandi uppdráttur S-01 gerir grein fyrir. Fyrir breytingu er stærð landsins 43,2 ha en verður 41,56 ha eftir breytingu. Meðfylgjandi er yfirlýsing eigenda aðliggjandi landareigna um ágreiningslaus merki.

Þá óska landeigendur eftir heimild til að stofna 20,92 ha spildu úr landi Vindheimamela, L146250, sem „Vindheimamelar 2“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-02 í verki 725151 útg. 10. des. 2021. Afstöðuppdrættir voru unnir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Ekki er óskað eftir breyttri landnotkun og landskipti eru í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.

Engin fasteign er á útskiptri spildu.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Vindheimamelar, L146250, er ekki skráð í lögbýlaskrá 2020.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt.