Fara í efni

Reykjarhóll lóð (146062) - Deiliskipulagsbreyting.

Málsnúmer 2202066

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 426. fundur - 24.02.2022

Rarik ohf, Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík, sækir um breytingu á deiliskipulagi á reit tengivirkis í Varmahlíð. Rarik hyggst reisa hús yfir spennavirki við núverandi stöðvarhús. Vegna jarðstrengja er erfiðleikum bundið að reisa húsið vestan stöðvarhússins og því er gert ráð fyrir því austan megin.
Deiliskipulagsbreytingin felst í því að færa byggingarlínu austan til á lóð 5 metra lengra til austurs.
Nýlega reist stöðvarhús Landsnets er fært inn á meðfylgjandi uppdrátt svo og aðkoma að því. Önnur atriði deiliskipulagsins eru óbreytt.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 422. fundur - 09.03.2022

Vísað frá 426. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 24. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

Rarik ohf, Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík, sækir um breytingu á deiliskipulagi á reit tengivirkis í Varmahlíð. Rarik hyggst reisa hús yfir spennavirki við núverandi stöðvarhús. Vegna jarðstrengja er erfiðleikum bundið að reisa húsið vestan stöðvarhússins og því er gert ráð fyrir því austan megin. Deiliskipulagsbreytingin felst í því að færa byggingarlínu austan til á lóð 5 metra lengra til austurs. Nýlega reist stöðvarhús Landsnets er fært inn á meðfylgjandi uppdrátt svo og aðkoma að því. Önnur atriði deiliskipulagsins eru óbreytt. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir deiliskipulagsbreytinguna, í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, með níu atkvæðum og að tillagan verði auglýst skv. sömu grein skipulagslaga.

Skipulags- og byggingarnefnd - 433. fundur - 12.05.2022

Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýsta deiliskipulagsbreytingu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, Reykjarhóll lóð (146062) og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 425. fundur - 25.05.2022

Vísað frá 433. fundi skipulags- og byggingarnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýsta deiliskipulagsbreytingu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, Reykjarhóll lóð (146062) og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.

Tillaga að deiliskipulagi, Reykjarhóll lóð (1406062) borin upp til afgreiðslu og samþykkt með 9 atkvæðum. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að senda tillöguna til Skipulagsstofnunar til yfirferðar/ samþykktar.