Fara í efni

Hitaveita Varmahlíð, Reykjarhóll - útborun borholu VH-22.

Málsnúmer 2201227

Vakta málsnúmer

Veitunefnd Svf Skagafjarðar - 85. fundur - 24.02.2022

Áformað er að bora út holu VH-22 sem boruð var síðasta haust og freista þess að ná heitu vatni upp með því að stefnubora út úr holunni. Gert er ráð fyrir að verkið verði unnið í maí eða júní á komandi vori.

Sviðsstjóri fór yfir stöðu mála og kynnti tilboð frá Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða í framkvæmdina. Sviðsstjóra er falið að ganga til samninga við verktakann um verkið.

Veitunefnd - 2. fundur - 06.09.2022

Jarðborinn Nasi er væntanlegur í að bora út Holu VH-22 sem boruð var á síðastliðnu ári. Gert er ráð fyrir að borinn hefji borun í kringum miðjan september næstkomandi.