Fara í efni

Hofsós Deiliskipulag - Suðurbraut, Hofsóskirkja, Sætún og Hátún.

Málsnúmer 2201059

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 426. fundur - 24.02.2022

Fyrirhugað er að hefja vinnu við gerð deiliskipulags sem nær yfir göturnar Hátún og Sætún, Hofsóskirkju, Hofsóskirkjugarð og Prestbakka á Hofsósi. Fyrirhugað skipulagssvæði er 3,4 ha að stærð og afmarkast af Suðurbraut að vestan, að Kirkjugötu að norðan og af opnu svæði sunnan við kirkjugarð og kirkju og að mestu óbyggðu íbúðarsvæði að sunnan og austan. Við skipulagsvinnuna er horft til þess að íbúðarbyggðin þróist í tengslum við núverandi byggð og innviði sem samfelld og heildstæð byggð. Markmið deiliskipulagsins um skilgreiningu lóða og byggingarreita fyrir áformaða uppbyggingu er í samræmi við stefnu sveitarfélagsins.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.


Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 422. fundur - 09.03.2022

Vísað frá 426. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 24. febrúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:

"Fyrirhugað er að hefja vinnu við gerð deiliskipulags sem nær yfir göturnar Hátún og Sætún, Hofsóskirkju, Hofsóskirkjugarð og Prestbakka á Hofsósi. Fyrirhugað skipulagssvæði er 3,4 ha að stærð og afmarkast af Suðurbraut að vestan, að Kirkjugötu að norðan og af opnu svæði sunnan við kirkjugarð og kirkju og að mestu óbyggðu íbúðarsvæði að sunnan og austan. Við skipulagsvinnuna er horft til þess að íbúðarbyggðin þróist í tengslum við núverandi byggð og innviði sem samfelld og heildstæð byggð. Markmið deiliskipulagsins um skilgreiningu lóða og byggingarreita fyrir áformaða uppbyggingu er í samræmi við stefnu sveitarfélagsins.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að samþykkja lýsinguna og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga."

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjaðar samþykkir framlagða lýsingu með níu atkvæðum og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

Skipulags- og byggingarnefnd - 433. fundur - 12.05.2022

Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýsta skipulagslýsingu ásamt punktum skipulagsfulltrúa frá samráðsfundi sem haldinn var með fulltrúum sóknarnefndar Hofsóskirkju og sóknarpresti.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.

Skipulagsnefnd - 4. fundur - 11.08.2022

Drög að deiliskipulagi fyrir Hofsós, sunnan Kirkjubrautar lögð fram. Skipulagsuppdráttur nr. DS01, dagssettur 08.08.2022 unninn á Stoð ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni og Ínu Björk Ársælsdóttur ásamt greinargerð dagssett 08.08.2022.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins ásamt hönnuði.


Skipulagsnefnd - 5. fundur - 25.08.2022

Drög að deiliskipulagi fyrir Hofsós, sunnan Kirkjugötu lögð fram. Skipulagsuppdráttur nr. DS01. útg. 1.1., dagssettur 19.08.2022, unninn á Stoð ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni og Ínu Björk Ársælsdóttur ásamt greinargerð, útg. 1.1., dagssett 19.08.2022.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Hofsós, sunnan Kirkjugötu í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 4. fundur - 14.09.2022

Vísað frá 5. fundi skipulagsnefndar frá 25. ágúst sl. þannig bókað:
"Drög að deiliskipulagi fyrir Hofsós, sunnan Kirkjugötu lögð fram. Skipulagsuppdráttur nr. DS01. útg. 1.1., dagssettur 19.08.2022, unninn á Stoð ehf. af Birni Magnúsi Árnasyni og Ínu Björk Ársælsdóttur ásamt greinargerð, útg. 1.1., dagssett 19.08.2022.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Hofsós, sunnan Kirkjugötu í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010."

Sveitarstjórn skagafjarðar samþykkir með 9 atkvæðum að setja tillögu að deiliskipulagi fyrir Hofsós, sunnan Kirkjugötu í auglýsingu í samræmi við 41.gr skipulagslaga 123/2010.

Skipulagsnefnd - 14. fundur - 01.12.2022

Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýst deiliskipulag.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna með minniháttar lagfæringum og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar í samræmi við 42. gr skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 7. fundur - 14.12.2022

Vísað frá 14. fundi skipulagsnefndar frá 1. desember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
"Farið yfir samantekt á innsendum athugasemdum/ábendingum við auglýst deiliskipulag.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna með minniháttar lagfæringum og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar/samþykktar í samræmi við 42. gr skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma."

Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 17. fundur - 26.01.2023

Björn Magnús Árnason frá Stoð ehf. verkfræðistofu kynnti uppfærð skipulagsgögn, útgáfa 1.2, dagssett 16.01.2023 fyrir deiliskipulag Hofsóss sunnan Kirkjugötu, þar sem búið er að vinna úr innsendum athugasemdum.

Skipulagsfulltrúa falið að hafa samband við íbúa/eigendur Sætún nr. 4-10 vegna breytinga á skipulagsuppdrætti í samræmi við teikningu af svæðinu frá 1986 með bílskúrsheimild og bílastæði.

Skipulagsnefnd - 23. fundur - 27.04.2023

Björn Magnús Árnason og Ína Björk Ársælsdóttir frá Stoð ehf. verkfræðistofu kynntu uppfærða deiliskipulagstillögu dags. 15.03.2023 útgáfa 1.2 fyrir Hofsós - Suðurbraut, Hofsóskirkja, Sætún og Hátún eftir breytingar sem unnar voru í kjölfar innsendra athugasemda frá íbúum við Sætún.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 4 mg. 41.gr skipulagslaga 123/2010 fyrir Hofsós, sunnan Kirkjugötu, vegna breytinga sem gerðar voru í kjölfar innsendra athugasemda.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 13. fundur - 10.05.2023

Vísað frá 23. fundi skipulagsnefndar frá 27. apríl sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Björn Magnús Árnason og Ína Björk Ársælsdóttir frá Stoð ehf. verkfræðistofu kynntu uppfærða deiliskipulagstillögu dags. 15.03.2023 útgáfa 1.2 fyrir Hofsós - Suðurbraut, Hofsóskirkja, Sætún og Hátún eftir breytingar sem unnar voru í kjölfar innsendra athugasemda frá íbúum við Sætún.
Skipulagsnefnd leggur til við Sveitarstjórn að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 4 mg. 41.gr skipulagslaga 123/2010 fyrir Hofsós, sunnan Kirkjugötu, vegna breytinga sem gerðar voru í kjölfar innsendra athugasemda."

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að endurauglýsa tillögu að deiliskipulagi skv. 4 mg. 41.gr skipulagslaga 123/2010 fyrir Hofsós, sunnan Kirkjugötu, vegna breytinga sem gerðar voru í kjölfar innsendra athugasemda

Skipulagsnefnd - 29. fundur - 27.07.2023

Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta aðalskipulagsbreytingu mál nr. 358/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/358) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035, fyrir Íbúðarbyggð á Hofsósi sunnan Kirkjugötu og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi 2. mgr. 32. gr skipulagslaga. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.

Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 359/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/359) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Íbúðarbyggð á Hofsósi sunnan Kirkjugötu og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.

Byggðarráð Skagafjarðar - 57. fundur - 31.07.2023

Vísað frá 29. fundi skipulagsnefndar frá 27. júlí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað:
“Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta aðalskipulagsbreytingu mál nr. 358/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/358) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020- 2035, fyrir Íbúðarbyggð á Hofsósi sunnan Kirkjugötu og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi 2. mgr. 32. gr skipulagslaga. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma. Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýst deiliskipulag, mál nr. 359/2023 (https://skipulagsgatt.is/issues/359) í Skipulagsgáttinni, nýrri samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja tillöguna að deiliskipulagi, með minniháttar lagfæringum, Íbúðarbyggð á Hofsósi sunnan Kirkjugötu og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 1. mgr. 42. gr skipulagslaga og auglýsa samþykkt deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda að lokinni yfirferð stofnunarinnar. Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma."
Byggðaráð Skagafjarðar, samþykkir með þremur atkvæðum, framlagaða aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulagstillögu, með minniháttar lagfæringum, fyrir Íbúðarbyggð á Hofsósi sunnan Kirkjugötu og jafnframt að senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar.