Fara í efni

Suðurgata 22 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2112128

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 422. fundur - 07.01.2022

Efni: Áform um stækkun íbúðarhúss á Suðurgötu 22 á Sauðárkróki
Undirrituð, Þórunn Halldórsdóttir kt. 180259-5709, lóðarhafi Suðurgötu 22 á Sauðárkróki (landnúmer 143799 og fasteignanúmer 2132289) áformar að að stækka núverandi íbúðarhús að Suðurgötu 22. Íbúðarhúsið á Suðurgötu 22 er byggt 1920 og er 66,2 m² að stærð. Lóðin er ekki innan verndarsvæðis í byggð en er innan hugsanlegrar stækkunar á því. Samkvæmt ofanflóðahættumati er hættumatslína A ofanvert á lóðinni. Fyrirhugað er að stækka húsið um allt að 120 m² á einni til tveimur hæðum. Við hönnun fyrirhugaðrar stækkunar verður hugað að því að hún falli vel að arkitektúr núverandi íbúðarhúss og yfirbragði svæðisins. Viðbygging verður að öllu leyti innan byggingarreits og utan hættumatslínu A. Einnig er gert ráð fyrir möguleika á bílastæði innan lóðar. Undirrituð óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins til ofangreindra áforma. Ef sveitarfélagið er jákvætt gagnvart stækkuninni verður hafist handar við hönnun hússins og í framhaldinu leitað viðeigandi leyfa til framkvæmda. Virðingarfyllst Þórunn Halldórsdóttir Kt. 180259-5709 Skildinganesi 18, 102 Reykjavík

Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu og leggur til að skipulagsfulltrúi afli frekari gagna varðandi ofanflóðahættu á lóðinni hjá Veðurstofu Íslands.

Skipulags- og byggingarnefnd - 426. fundur - 24.02.2022

Erindið áður á dagskrá 422. fundar skipulags- og byggingarnefndar.

Í umsókn umsækjanda kemur m.a. eftirfarandi fram:
„Áform um stækkun íbúðarhúss á Suðurgötu 22 á Sauðárkróki.
Þórunn Halldórsdóttir, lóðarhafi Suðurgötu 22 á Sauðárkróki (landnúmer 143799 og fasteignanúmer 2132289) áformar að stækka núverandi íbúðarhús að Suðurgötu 22. Íbúðarhúsið á Suðurgötu 22 er byggt 1920 og er 66,2 m² að stærð. Lóðin er ekki innan verndarsvæðis í byggð en er innan hugsanlegrar stækkunar á því. Samkvæmt ofanflóðahættumati er hættumatslína A ofanvert á lóðinni. Fyrirhugað er að stækka húsið um allt að 120 m² á einni til tveimur hæðum. Við hönnun fyrirhugaðrar stækkunar verður hugað að því að hún falli vel að arkitektúr núverandi íbúðarhúss og yfirbragði svæðisins. Viðbygging verður að öllu leyti innan byggingarreits og utan hættumatslínu A. Einnig er gert ráð fyrir möguleika á bílastæði innan lóðar. Undirrituð óskar eftir afstöðu sveitarfélagsins til ofangreindra áforma. Ef sveitarfélagið er jákvætt gagnvart stækkuninni verður hafist handa við hönnun hússins og í framhaldinu leitað viðeigandi leyfa til framkvæmda.“

Skipulagsfulltrúi leitaði umsagnar Veðurstofu Íslands vegna erindisins og í svari VÍ segir m.a. „að Suðurgata 22 sé utan hættusvæða samkvæmt ofanflóðahættumati fyrir Sauðárkrók og því engar takmarkanir á því sem má byggja á lóðinni vegna ofanflóðahættu.“

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrirlagt enda falli framkvæmdin að gildandi deiliskipulagi.