Fara í efni

Hróarsgötur - fyrirspurn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2110221

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 416. fundur - 04.11.2021

Reiðveganefnd Hestamannafélagsins Skagfirðings óskar hér með, fyrir hönd reiðveganefndar Hestamannafélagsins Skagfirðings, eftir leyfi til að ráðast í hreinsun á svokölluðum Hróarsgötum sem er forn þjóðleið um Tindastól. Um er að ræða þann hluta leiðarinnar sem liggur ofan Veðramóts og að Skíðastöðum. Hróarsgötur eru merkt reiðleið á sveitarfélagsuppdrætti í tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.

Hróarsgötum "hefur ekki verið haldið við alllengi og hafa sums staðar fallið skriður yfir göturnar og spillt þeim", eins og segir í fornleifaskráningu Guðmundar Ólafssonar frá árinu 1998. Ætlunin er að ráða bót á og fara um göturnar með jarðýtu til að hreinsa skriður af götunum. Farið verður af aðgætni um svæðið og framkvæmdum hagað með þeim hætti að ekki verði ráðist í meira rask en þörf er á. Stefnt er að framkvæmdinni í september eða þegar leyfi hefur verið veitt fyrir henni. Vert er að halda þessari fornu þjóðleið við og tryggja að hún nýtist eins og gert er ráð fyrir í nýju aðalskipulagi.

Ekki komin inn tilskilin gögn og frestum því afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 14. fundur - 01.12.2022

Jónína Stefánsdóttir, fyrir hönd reiðveganefndar Hestamannafélagsins Skagfirðings óskar eftir leyfi til að fara í hreinsun á Hróarsgötum sem er forn þjóðleið um Tindastól. Um er að ræða þann hluta leiðarinnar sem liggur ofan Veðramóts og að Skíðastöðum. Hróarsgötur eru merktar reiðleið samkvæmt Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.
Í umsókn kemur m.a. fram. “Hróarsgötum hefur ekki verið haldið við alllengi og hafa sums staðar fallið skriður yfir göturnar og spillt þeim eins og segir í fornleifaskráningu Guðmundar Ólafssonar frá árinu 1998."
Ætlunin er að hreinsa skriður af götunum.
Fyrir liggur samþykki landeigenda Veðramóts L145963, Veðramóts 1 L145962 Heiðar L145935 og Breiðsstaða L145251.
Í umsögn Minjavarðar er m.a. farið fram á að Minjavörður verði hafður með í ráðum áður en hafist er handa og hann fari með framkvæmdaaðila yfir verkið á staðnum og þeir staðir þar sem gæta þarf sérstakrar varfærni verði merktir.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 4. mgr. 3. gr viðauka I um fullnaðarafgreiðslur skipulagsnefndar Skagafjarðar samkvæmt samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar nr. 764.