Fara í efni

GSS -Vegna tillögu að aðalskipulagi Svf. Skagafjarðar 2020-2035

Málsnúmer 2109215

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 413. fundur - 01.10.2021

Kristján Bjarni Halldórsson formaður GSS leggur fram erindi dagsett 19. september sl. þar sem fram koma ábendingar/athugasemdir við aðalskipulagstillögu Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Einnig kemur fram ósk Golfklúbbs Skagafjarðar um að ráðist verði í vinnu við deiliskipulag Hlíðarendavallar vegna stækkunar vallarins um leið og búið verður að staðfesta aðalskipulag 2020-2035. Ofangreint erindi barst á netfangið skipulagsfulltrui@skagafjordur.is 8. og 18 september sl. og eru í ferli ábendingar/athugasemdir GSS ásamt öðrum ábendingum/athugasemdum varðandi aðalskipulagstillögu Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Varðandi ósk Golfklúbbs Skagafjarðar um að ráðist verði í vinnu við deiliskipulag Hlíðarendavallar vegna stækkunar vallarins bendir nefndin á að framkvæmdaraðili skal gera tillögu að deiliskipulagi á sinn kostnað samkvæmt 38. gr. laga nr. 123/2010.