Fara í efni

Steinsstaðir lóð nr. 4 - Umsókn um lóð

Málsnúmer 2109059

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 411. fundur - 09.09.2021

Birgir Bragason kt. 040664-3869 og Sveinbjörg Þóra Ragnarsdóttir kt. 170266-4399 lýsa yfir áhuga á að fá úthlutað frístundahúsalóðinni Steinsstaðir lóð nr. 4, L 222091. Óska þau upplýsinga varðandi verð lóðar ásamt tengigjöldum veitna og tímaramma varðandi byggingarhraða.
Nefndin þakkar sýndan áhuga á lóðinni. Þá bendir nefndin á að vinna hefur verið í gangi varðandi hönnun veitustofna og leggur nefndin til að þeirri vinnu verði hraðað sem kostur er. Stefnt er á að auglýsa lóðir til úthlutunar á fyrri hluta árs 2022 í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins.

Skipulags- og byggingarnefnd - 430. fundur - 29.03.2022

Erindið var áður tekið til umfjöllunar í Skipulags- og byggingarnefnd 9.9.2021, þá bókað:
"Birgir Bragason kt. 040664-3869 og Sveinbjörg Þóra Ragnarsdóttir kt. 170266-4399 lýsa yfir áhuga á að fá úthlutað frístundahúsalóðinni Steinsstaðir lóð nr. 4, L 222091. Óska þau upplýsinga varðandi verð lóðar ásamt tengigjöldum veitna og tímaramma varðandi byggingarhraða. Nefndin þakkar sýndan áhuga á lóðinni. Þá bendir nefndin á að vinna hefur verið í gangi varðandi hönnun veitustofna og leggur nefndin til að þeirri vinnu verði hraðað sem kostur er. Stefnt er á að auglýsa lóðir til úthlutunar á fyrri hluta árs 2022 í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að láta vinna skilmála fyrir lóðir nr. 1-8 og í framhaldi af því auglýsa lausar lóðir til úthlutunar.