Fara í efni

Skagfirðingabraut 24 - Lóðarmál

Málsnúmer 2109039

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 431. fundur - 13.04.2022

Gunnar Gunnarsson, fyrir hönd Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og Ríkiseigna, óskar eftir heimild til að loka fyrir og banna allan akstur vélknúinna ökutækja um slóða sem liggur um lóðina Skagfirðingabraut 24 vestan heimavistar. Það gert vegna þeirrar hættu sem skapast þar sem útgangur úr íbúð er beint út á slóðann.
Er þetta einnig vegna fyrirhugaðs frágangs á lóð vestan við húsnæðið. Fram kemur í erindi að ítrekað hafa brotnað rúður á neðri hæð heimavistarinnar vegna þessa aksturs og starfsmönnum sveitarfélagsins ítrekað á það bent.

Skipulags- og byggingarnefnd heimilar umbeðna lokun, en fer jafnframt fram á að lokunin verði í samráði við sveitarfélagið vegna aðkomu að Sauðárgili og Litla-skógi.