Fara í efni

Hólmagrund (229776) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2109036

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 411. fundur - 09.09.2021

Ragna Hrund Hjartardóttir kt.211169-4789, Elvar Hólm Hjartarson kt.141068-5209, Hjörtur Sævar Hjartarson kt.261161-3549 og Stefanía Sigfúsdóttir kt.310502-3240 þinglýstir eigendur jarðarinnar Hólmagrund, landnúmer 229776, óska eftir heimild til að stofna 43,05 ha spildu úr landi jarðarinnar. Sótt er um að útskipt spilda fái heitið „Vallholt“. Framlagður afstöðuuppdráttur nr. S01 í verki 724407 dagsettur. 11. ágúst 2021 gerir grein fyrir erindinu. Uppdrátturinn er unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Fyrir landskipti er Hólmagrund, L229776, 61,1 ha að stærð. Eftir landskiptin verður Hólmagrund, L229776, 18,05 ha að stærð. Útskipt spilda „Vallholt“ verður 43,05 ha að stærð. Heiti útskiptrar spildu vísar í nærliggjandi örnefni og landheiti. Fram kemur í umsókn að engin hlunnindi fylgi landskiptunum. Engin mannvirki eru skráð á útskipta spildu. Hólmagrund L229776, er ekki lögbýli skv. Lögbýlaskrá 2020. Landskipti þessi samræmast gildandi aðalskipulagsáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar og skerða ekki landbúnaðarsvæði. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.