Fara í efni

Sauðárkrókslína 1 - Umsókn um framkvæmdaleyfi í landi Reykjarhóls.

Málsnúmer 2108075

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 410. fundur - 25.08.2021

Jens Kristinn Gíslason verkefnastjóri, sækir f.h. Landsnet um að gera minniháttar breytingar á Sauðárkókslínu 1, loftlínunni milli Varmahlíðar og Sauðárkróks, sem felast í því að leggja jarðstreng undir þjóðveg 1 frá tengivirki sem stendur á lóðinni Reykjarhóll lóð L146062, fyrstu 200 m norður fyrir þjóðveginn. Um er að ræða nýjan 66 kV jarðstreng á þessu svæði í landi jarðanna Reykjarhóls, L146060 og Íbishóls, L146044. Framlögð gögn gera grein fyrir erindinu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið að fengnum umsögnum hlutaðeigandi umsagnaraðila.