Fara í efni

Boð um fund með stjórn og forstjóra Landsnets

Málsnúmer 2107128

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 975. fundur - 29.07.2021

Lagður fram tölvupóstur frá Landsneti, dags. 26. júlí 2021, þar sem fulltrúum sveitarstjórna á Blönduósi, Skagaströnd, Skagabyggð, Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi er boðið saman til fundar 30. september næstkomandi með stjórn og forstjóra Landsnets. Efni fundarins er að ræða starfsemi Landsnets á svæðinu, yfirstandandi framkvæmdir og ekki síst framtíðar áform um uppbyggingu flutningskerfisins og orkumál almennt.