Fara í efni

Lóðarúthlutun skipulags- og byggingarnefndar - Kleifatún 9-11

Málsnúmer 2106266

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 972. fundur - 30.06.2021

Tekið fyrir erindi frá Hjalta Steinþórssyni lögmanni, dags. 24. júní 2021, þar sem hann fyrir hönd íbúa við Kleifatún og Iðutún á Sauðárkróki óskar eftir upplýsingum og gögnum sem varða úthlutun lóðar nr. 9-11 við Kleifatún.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu í samráði við skipulagsfulltrúa og lögmann sveitarfélagsins.

Skipulags- og byggingarnefnd - 413. fundur - 01.10.2021

Með vísan til minnisblaðs Landslaga frá 2. september 2021 liggur fyrir að ekki er til gilt deiliskipulag af svæðinu. Með vísan til þess er sveitarstjóra falið að leita samkomulags við lóðarhafa um afturköllun úthlutunar lóðarinnar gegn úthlutun annarrar lóðar í stað hennar. Jafnframt er lagt til að fljótlega verði farið í vinnu við gerð deiliskipulags af svæðinu. Þar verði m.a., í samráði við íbúa, skoðuð nýting núverandi opinna svæða og hvort rétt sé að halda þeim óbreyttum eða nýta þau á annan hátt. Sveitarstjóra er falið að tilkynna lóðarhafa framangreint sem og þeim sem athugasemdirnar gerðu. Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður nefndarinnar, vék af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.