Fara í efni

Reykjastrandarvegur - Framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2106190

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 408. fundur - 23.06.2021

Margrét Silja Þorkelsdóttir f.h. Vegagerðarinnar, sækir um framkvæmdaleyfi vegna áforma um að styrkja og breikka Reykjastrandaveg á um 5,5 km kafla frá Þverárfjallsvegi að Fagranesi, með það að markmiði að leggja á veginn bundið slitlag og bæta umferðaröryggi, skv. meðfylgjandi gögnum.
Áætlað er að efnistaka fari fram á þremur stöðum, í skeringum við Innstaland, í skeringum við Fagranes(Klukknaskriður) og úr Veðramótanámu. Vegagerðin óskar eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar, þ.e. hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að fyrirhugaðar lagfæringar á Reykjastrandavegi séu löngu tímabærar, og telur umfang framkvæmdarinnar ekki þess eðlis að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Þá telur nefndin að þar sem um er að ræða lagfæringar á vegi í núverandi vegstæði þá muni verða lítil sem engin sjónræn áhrif vegna framkvæmdarinnar til lengri tíma litið. Ávinningurinn sé augljós, þ.e. bundið slitlag á núverandi veg.
Skipulags- og byggingarnefnd minnir á að í vinnslutillögu að endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, eru ætlaðir reiðvegir með öllum stofn- og tengivegum, þar með töldum Reykjastrandavegi. Nefndin óskar eftir að tekið verði tillit til framangreinds við framkvæmdina.
Skipulags- og bygingarnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 412. fundur - 30.06.2021

Vísað frá 408. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 23. júní 2021 til afgreiðslu sveitarstjórnar.
“Margrét Silja Þorkelsdóttir f.h. Vegagerðarinnar, sækir um framkvæmdaleyfi vegna áforma um styrkja og breikka Reykjastrandaveg á um 5,5 km kafla frá Þverárfjallsvegi að Fagranesi, með það að markmiði að leggja á veginn bundið slitlag og bæta umferðaröryggi, skv. meðfylgjandi gögnum.
Áætlað er að efnistaka fari fram á þremur stöðum, í skeringum við Innstaland, í skeringum við Fagranes(Klukknaskriður) og úr Veðramótanámu. Vegagerðin óskar eftir afstöðu skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar, þ.e. hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Skipulags- og byggingarnefnd telur að fyrirhugaðar lagfæringar á Reykjastrandavegi séu löngu tímabærar, og telur umfang framkvæmdarinnar ekki þess eðlis að framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum í samræmi við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Þá telur nefndin að þar sem um er að ræða lagfæringar á vegi í núverandi vegstæði þá muni verða lítil sem engin sjónræn áhrif vegna framkvæmdarinnar til lengri tíma litið. Ávinningurinn sé augljós, þ.e. bundið slitlag á núverandi veg.
Skipulags- og byggingarnefnd minnir á að í vinnslutillögu að endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar 2020-2035, eru ætlaðir reiðvegir með öllum stofn- og tengivegum, þar með töldum Reykjastrandavegi. Nefndin óskar eftir að tekið verði tillit til framangreinds við framkvæmdina.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að fela skipulagsfulltrúa að gefa úr framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð 772/2012.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjaðar samþykkir umsókn Vegagerðarinnar og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við 13.gr. skipulagslaga nr. 123.2010 og í samræmi við reglugerð nr. 772.2012 um framkvæmdaleyfi.
Samþykkt með níu atkvæðum.