Fara í efni

Brennigerðispartur (landnr. 145924) og Litla-Borg (landnr. 219345) - Umsókn um landskipti og samruna landa.

Málsnúmer 2106098

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 408. fundur - 23.06.2021

Heiðbjört Kristmundsdóttir, kt.190849-3179, þinglýstur eigandi jarðarinnar Brennigerðisparts, landnr. 145924, óskar eftir heimild til að stofna 1943 m² spildu úr landi jarðarinnar sem „Brennigerðispartur millispilda“ skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 729531 útg. 26. apríl 2021. Afstöðuppdráttur var unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Óskað er eftir því að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun og skráð landnotkun verði íbúðarhúsalóð(10). Engin hlunnindi fylgja landskiptum. Engin fasteign er á umræddri spildu.
Brennigerðispartur er ekki skráð lögbýli skv. Lögbýlaskrá 2020.
Þá óska Heiðbjört Kristmundsdóttir, kt. 190849-3179, þinglýstur eigandi Brennigerðisparts, L145924 og Gunnar Björn Ásgeirsson, kt.120860-4299, og Ellen Hrönn Haraldsson, kt. 190561-3729, þinglýstir eigendur lóðarinnar Litlu-Borgar, landnr. 219345, eftir því að útskipt spilda, Brennigerðispartur millispilda, verði sameinuð íbúðarhúsalóðinni Litlu-Borg undir landnúmerinu 219345. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur nr. S02 í verki 729531, útg. 26. apríl 2021 gerir grein fyrir málinu. Fyrir sameiningu er Litla-Borg 46,334,0 m², eftir sameiningu verður Litla-Borg 48,277 m².
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.