Fara í efni

Stóra-Holt 146904 - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2106068

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 409. fundur - 28.07.2021

Gunnar Steingrímsson kt. 260557-5139, þinglýstur eigandi jarðarinnar Stóra-Holts (landnr. 146904) í Fljótum Skagafirði, óskar eftir leyfi til þess að stofna landspildu, Stóra-Holt 2, úr landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 757901, dags. 24. júní 2021. Innan landspildunnar eru 2 lóðir. Stóra-Holt lóð landnr. 146905 og Stóra-Holt lóð 1 landnr. 220306. Landið sem um ræðir verður ekki tekið úr landbúnaðarnotkun.
Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Stóra-Holt, landnr. 146904. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146904. Landskipti þessi samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.