Fara í efni

Hafsteinsstaðir 145977 - Umsókn um staðfestingu á hnitsettum landamerkjum og landskipti.

Málsnúmer 2105153

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 407. fundur - 01.06.2021

Hildur Claessen kt.140856-5769 og Skapti Steinbjörnsson kt.170955-4399, þinglýstir eigendur jarðarinnar Hafsteinsstaða, landnúmer 145977 óska eftir staðfestingu á hnitsettum landamerkjum Hafsteinsstaða, vestan Sauðárkróksbrautar (75), eins og þau eru sýnd á meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 732605, útg. 23. des. 2020. Meðfylgjandi er landamerkjayfirlýsing og forsenduskjal. Hnitsetning byggir á landamerkjalýsingum dags. 7. júní 1927 og 2. nóvember 1933. Með staðfestingu hnitsettra merkja breytist stærð Hafsteinsstaða lóðar, landnr. 203894, úr 18,0 ha (178.494 m²) í 176.552 m². Þinglýstir eigendur Hafsteinsstaða lóðar árita erindið og meðfylgjandi landamerkjayfirlýsingu til staðfestingar.
Þá óska landeigendur Hafsteinsstaða, L145977, eftir heimild til að stofna 238 ha (2.379.383 m²) spildu úr landi jarðarinnar, sem „Hafsteinsstaðir 1“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S02 í verki 732605 útg. 23. des. 2020. Afstöðuppdrætti S01 og S02, unnir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Óskað er eftir því að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun og notkun skráð Annað land (80). Staðfang útskiptrar spildu vísar í heiti upprunajarðarinnar, Hafsteinsstaða, L145977 með viðeigandi staðgreini. Engin fasteign er á umræddri spildu. Innan merkja útskiptrar spildu, að sunnanverðu er upprekstrarland sem verður áfram. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Hafsteinsstöðum, landnr. 145977. Engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.