Fara í efni

Sjávarborg 1, 2 og 3 - Staðfesting landamerkja og landskipti

Málsnúmer 2104244

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 409. fundur - 28.07.2021

Umsókn um staðfestingu á skilgreiningu landamerkja - Sjávarborg (Borgartúnshluti)
Eigendur Sjávarborgar I (L145953), Sjávarborgar II (L145955) og Sjávarborgar III (L145956) í Skagafirði óska eftir staðfestingu skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar á legu landamerkja framangreindra jarða eins og þau koma fram á meðfylgjandi uppdrætti. Uppdrátturinn ber heitið, Sjávarborg I, Sjávarborg II og Sjávarborg III, Skagafirði. Staðfesting hluta landamerkja - Borgartún.
Uppdrátturinn er í verki 8836-001, unninn á Eflu verkfræðistofu af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur, kt. 311273-3109, dags. 20.05.2021.
Á jörð Sjávarborgar I og Sjávarborgar II standa sambyggð útihús í eigu beggja jarðanna og fylgja landamerkin skiptilínu húsanna samkvæmt eignarhaldi þeirra og verða þannig áfram við staðfestingu landamerkjanna.
Þegar framangreind landamerki hafa verið staðfest verður sótt um stofnun þriggja lóða úr landi Sjávarborgar I (L145953):
Lóð fyrir fjöleignarhús (matshl. 05, F2139949)
Fuglaskoðunarhús (óskráð)
Sjávarborgarkirkju, (mhl. 07, F2139968) (í dag tilheyrir kirkjan Sjávarborg III en lendir innan Sjávarborgar I við þennan gjörning).
Framlögð gögn eru:
Greinargerð, dags. 20.05.2021. Sjávarborg I, Sjávarborg II og Sjávarborg III, Skagafirði. Skilgreining hluta landamerkja - Borgartún (8836-001-GRG-V05-Sjávarborg.pdf)
Uppdráttur, dags. 20.05.2021.
Sjávarborg I, Sjávarborg II og Sjávarborg III, Skagafirði. Skilgreining hluta landamerkja - Borgartún, (8836-001-LAN-V05-Sjávarborg.pdf) Skilgreining landamerkjanna samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.