Fara í efni

Strenglagnir í Fljótum - Umsókn um framkvæmdaleyfi (Skeiðsfoss-Ketilás)

Málsnúmer 2104194

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 405. fundur - 29.04.2021

Rarik ohf kt. 520269-2669, sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar 36kv háspennustrengs frá Skeiðsfossvirkjun að Ketilási í Fljótum, Skagafirði.
Verkið fellst í plægingu á 36kv háspennustrengs frá Skeiðsfossvirkjun að Ketilási og mun strengurinn leysa af núverandi loftlínur sem verða fjarlægðar að lokinni plægingu og tengingu strengja. Rarik hefur samið við fornleifafræðing um gerð úttektar á fornminjum á strengleiðinni og hefur einnig fengið fiskifræðing til að vinna umsögn vegna þverunar strengs yfir Þverá. Rarik hefur sótt um leyfi til landeigenda, Fiskistofu og Minjastofnunar vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar.
Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hún samþykki að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, með fyrirvara um samþykki allra landeigenda sem málið varðar og jákvæðar umsagnir, umsagnaraðila.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 410. fundur - 19.05.2021

Rarik ohf kt. 520269-2669, sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar 36kv háspennustrengs frá Skeiðsfossvirkjun að Ketilási í Fljótum, Skagafirði. Verkið fellst í plægingu á 36kv háspennustrengs frá Skeiðsfossvirkjun að Ketilási og mun strengurinn leysa af núverandi loftlínur sem verða fjarlægðar að lokinni plægingu og tengingu strengja. Rarik hefur samið við fornleifafræðing um gerð úttektar á fornminjum á strengleiðinni og hefur einnig fengið fiskifræðing til að vinna umsögn vegna þverunar strengs yfir Þverá. Rarik hefur sótt um leyfi til landeigenda, Fiskistofu og Minjastofnunar vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar.
Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að hún samþykki að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, með fyrirvara um samþykki allra landeigenda sem málið varðar og jákvæðar umsagnir, umsagnaraðila.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir með átta atkvæðum, umsókn Rarik um framkvæmdaleyfi og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012, með fyrirvara um samþykki allra landeigenda sem málið varðar og jákvæðar umsagnir umsagnaraðila.
Bjarni Jónsson óskar bókað að hann taki ekki þátt í afgreiðslu málsins.