Fara í efni

Aðalskipulag Akrahrepps 2010-2022 - Heildarendurskoðun

Málsnúmer 2103316

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 403. fundur - 08.04.2021

Hreppsnefnd Akrahrepps samþykkti á fundi sínum 24. mars 2021 að kynna skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Akrahrepps, í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Aðalskipulag Akrahrepps 2010-2022, sem nú er í gildi, var staðfest af umhverfisráðherra 8. mars 2011. Kynning skipulags- og matslýsingar stendur nú yfir og lýkur 30. apríl n.k.
Skipulagsfulltrúi leggur fram skipulags- og matslýsingu f.h. Akrahrepps og óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulags- og matslýsingu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 409. fundur - 14.04.2021

Hreppsnefnd Akrahrepps samþykkti á fundi sínum 24. mars 2021 að kynna skipulags- og matslýsingu vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Akrahrepps, í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Aðalskipulag Akrahrepps 2010-2022, sem nú er í gildi, var staðfest af umhverfisráðherra 8. mars 2011. Kynning skipulags- og matslýsingar stendur nú yfir og lýkur 30. apríl n.k.
Skipulagsfulltrúi leggur fram skipulags- og matslýsingu f.h. Akrahrepps og óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulags- og matslýsingu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulags- og matslýsingu.