Fara í efni

Blönduósbær - Breyting á gildandi aðalskipulagi og deiliskipulagi. Beiðni um umsögn.

Málsnúmer 2012258

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 396. fundur - 06.01.2021

Þorgils Magnússon skipulags- og byggingarfulltrúi Blönduóss óskar eftir umsögn er varðar breytingu á gildandi aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030. Breytingarnar eru eftirfarandi:
1. Breyting er gerð á legu Þverárfjallsvegar nr. 73. norðaustur af Blönduósi, vegna breytinga sem urðu á legu vegarins í hönnunarferli með tilliti til votlendis. Breytingin nær yfir um 2 km vegkafla.
2. Fjögur ný efnistökusvæði eru skilgreind þar af þrjú vegna vegagerðarinnar og eitt vegna efnisvinnslu á Sölvabakka.
3. Stækkun sorpförgunarsvæðis Ú1 og aukning á árlegu magni til urðunar, landmótun og rekstur brennsluofns í Stekkjarvík. Breyta þarf skilmálum sorpförgunarsvæðisins og einnig verður skoðað hvort talin sé þörf á að breyta skilmálum fyrir efnistökusvæði E4 m.t.t. samlegðaráhrifa vegna urðunar.
4. Breyting á legu reiðleiðar innan þéttbýlisins á Blönduósi.
Einnig er um að ræða tillögua að breytingu á deiliskipulagi í Stekkjarvík.
Breytingar á deiliskipulagi snúa að því að auka urðun á svæðinu sem og að bæta við brennsluofni og gassöfnunarblöðru sem þýðir stækkun svæðisins, breytta afmörkun og breytingar á texta í deiliskipulaginu.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir hvorki athugasemdir við aðalskipulagsbreytingu né deiliskipulagsbreytingu.