Fara í efni

Sauðárkrókur 218097- Sauðárgil, umsókn um stofnun lóðar.

Málsnúmer 2012257

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 396. fundur - 06.01.2021

Ingvar Páll Ingvarsson f.h. veitu- og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, leggur fram umsókn um stofnun lóðar í landi Sauðárkróks L2018097, þ.e. í Sauðárgili, skv. meðfylgjandi gögnum. Lóðin tekur til afmörkunar á útivistarsvæði í Sauðárgili, þar sem fyrirhugað er að reisa útivistarskýri, geymslu, auk grillhúss.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt og
felur skipulagsfulltrúa að ganga frá stofnun lóðar.