Fara í efni

Gilstún 1-3. Fyrirspurn um tegund húss á lóð

Málsnúmer 2010101

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 388. fundur - 14.10.2020

Hörður Snævar Knútsson kt.171273-4189 f.h., K-taks kt. 630693-2259, leggur fram tillögu að parhúsateikningu á byggingarreitinn Gilstún 1-3 á Sauðárkróki. Óskað er afstöðu skipulags- og byggingarnefndar á þeirri tillögu.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið, en telur nauðsynlegt að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við 40. gr skipulagslaga nr. 123.2010, áður en byggingarleyfisumsókn kemur til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 403. fundur - 21.10.2020

Hörður Snævar Knútsson kt.171273-4189 f.h., K-taks kt. 630693-2259, leggur fram tillögu að parhúsateikningu á byggingarreitinn Gilstún 1-3 á Sauðárkróki. Óskað er afstöðu skipulags- og byggingarnefndar á þeirri tillögu.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið, en telur nauðsynlegt að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við 40. gr skipulagslaga nr. 123.2010, áður en byggingarleyfisumsókn kemur til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið, og tekur undir með skipulags- og byggingarnefnd að nauðsynlegt sé að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123.2010, áður en byggingarleyfisumsókn kemur til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
Borið upp til afgreiðslu og samþykkir Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar ofangreint með níu atkvæðum.

Skipulags- og byggingarnefnd - 396. fundur - 06.01.2021

Á 388 fundi skipulags- og byggingarnefndar 14.10.2020 lagði Hörður Snævar Knútsson kt.171273-4189 f.h., K-taks kt. 630693-2259, fram tillögu að parhúsateikningu á byggingarreitinn Gilstún 1-3 á Sauðárkróki. Óskað var afstöðu skipulags- og byggingarnefndar á þeirri tillögu.
Skipulags- og byggingarnefnd tók jákvætt í erindið, og taldi nauðsynlegt að grenndarkynna tillöguna lóðarhöfum aðliggjandi lóða.
Skipulagsfulltrúi hefur grenndarkynnt tillöguna samræmi við 40. gr skipulagslaga nr. 123.2010, og voru bréf þess efnis send á lóðarhafa Gilstúns 2,4,6, og 8, auk Gilstúns 5. Einnig á Eyrartún 2 og 4. Bréf fóru út 4. desember 2020, og var gefinn frestur til að gera athugasemdir til 5. janúar 2021.
Engar athugasemdir bárust við grenndarkynningunni.
Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir fyrirhugaða húsgerð og stækkun byggingarreits, og vísar málinu til afgreiðslu byggingarfulltrúa.