Fara í efni

Krithóll II (189508) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2010059

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 388. fundur - 14.10.2020

Ólafur Björnsson kt. 220149-7499, þinglýstur eigandi jarðarinnar Krithóls II (landnr. 189508) Skagafirði, óskar eftir leyfi til þess að skipta þremur spildum úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Stoð ehf verkfræðistofu.
Óskað er eftir því að spildurnar þrjár fái heitin Krithóll II A, Krithóll II B og Krithóll II C.
Krithóli II A mun fylgja íbúðarhús með fastanúmer F2251259, merking 03-0101. Á spildunum Krithóli II B og II C er nytjaskógrækt, skv. samningum þar um. Lögbýlaréttur vegna Krithóls II, fylgir landnúmerinu 189508.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.