Fara í efni

Félags- og tómstundanefnd - 281

Málsnúmer 2010015F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 404. fundur - 26.11.2020

Fundargerð 281. fundar félags- og tómstundanefndar frá 22. október 2020 lögð fram til afgreiðslu á 404. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Félags- og tómstundanefnd - 281 Lagður fram rammi fyrir fjárhagsáætlun 06 fyrir árið 2021 ásamt tillögu að skiptingu fjármuna á milli stofnana frístundaþjónustu. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri en á eftir að taka breytingum samhliða áframhaldandi yfirferð með forstöðumönnum stofnana innan málaflokksins. Félags- og tómstundanefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar. Bókun fundar Afgreiðsla 281. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 281 Lagður fram rammi fyrir fjárhagsáætlun 02 fyrir árið 2021 ásamt tillögu að skiptingu fjármuna á milli stofnana félagsþjónustu. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri en á eftir að taka breytingum samhliða áframhaldandi yfirferð með forstöðumönnum stofnana innan málaflokksins. Félags- og tómstundanefnd felur sviðsstjóra og starfsmönnum að vinna áfram að gerð fjárhagsáætlunar. Bókun fundar Afgreiðsla 281. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.
  • Félags- og tómstundanefnd - 281 Lagðar fram reglur um sérstaka íþrótta-og tómstundastyrki fyrir börn á tekjulágum heimilum skólaárið 2020-2021. Reglur þessar eru gefnar út til að samræmis sé gætt við úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja til barna frá tekjulágum heimilum til að auka jöfnuð til íþrótta- og tómstundastarfs, sbr. fjáraukalög fyrir árið 2020, sbr. og lög nr. 26/2020, um afmarkaðar og tímabundnar ráðstafanir til að bregðast við áhrifum COVID-19 faraldursins.
    Styrkir þessir eru veittir af sveitarfélaginu á grundvelli VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Félags- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar fyrir sitt leiti og vísar þeim til byggðaráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 281. fundar félags- og tómstundanefndar staðfest á 404. fundi sveitarstjórnar 26. nóvember 2020 með níu atkvæðum.