Fara í efni

Dúkur L145969 - Ósk um stofnun 5 ha landspildu

Málsnúmer 2009287

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 387. fundur - 06.10.2020

Einar Jakobsson kt.030943-3929, þinglýstur eigandi jarðarinnar Dúks, landnúmer 145969 óskar eftir heimild til að stofna 5,00 ha spildu úr landi jarðarinnar, með heitið „Ljónsstaðir“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun og skráð sem íbúðarhúsalóð (10). Enginn húsakostur er á útskiptri spildu og engin hlunnindi fylgja landskiptum þessum. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Dúki, landnr. 145969. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins það er fyrir lagt.