Fara í efni

Kambur - framkvæmdaleyfi í Deildardalsá.

Málsnúmer 2009276

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 387. fundur - 06.10.2020

Sigurjón Einarsson verkefnastjóri hjá Landgræðslunni leggur fram ósk um framkvæmdaleyfi til gerðar varnargarðs/bakkavarna í ánni Deildardalsá í landi Kambs L 146549, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Áætlað er að sækja grjót til bakkavarnar í farveg Bjarkarár í Bjarkardal. Áætlað er að nota þurfi um 540 m3 af grjóti í varnargarð og um 400 m3 af möl í garðinn.
Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að veitt verði framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Framkvæmdin verði unnin í samráði við Fiskistofu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 403. fundur - 21.10.2020

Visað frá 387. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 6. október til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sigurjón Einarsson verkefnastjóri hjá Landgræðslunni leggur fram ósk um framkvæmdaleyfi til gerðar varnargarðs/bakkavarna í ánni Deildardalsá í landi Kambs L 146549, samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Áætlað er að sækja grjót til bakkavarnar í farveg Bjarkarár í Bjarkardal. Áætlað er að nota þurfi um 540 m3 af grjóti í varnargarð og um 400 m3 af möl í garðinn.
Skipulags- og byggingarnefnd mælist til við sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar að veitt verði framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar framkvæmdar í samræmi við reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Framkvæmdin verði unnin í samráði við Fiskistofu.

Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs.
Borið upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með átta atkvæðum, Bjarni Jónsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu málsins.