Fara í efni

Laugavegur 19 - afmörkun lóðar

Málsnúmer 2009269

Vakta málsnúmer

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga - 14. fundur - 30.09.2020

Fyrir liggur tillaga frá skipulagsfulltrúa um afmörkun lóðar við Laugaveg 19 í Varmahlíð. Samþykkt að skipulagsfulltrúi vinni málið áfram í samvinnu við íbúa og hagsmunaaðila.

Skipulags- og byggingarnefnd - 387. fundur - 06.10.2020

Fyrir fundinn er lögð tillaga að afmörkun lóðar fyrir íbúðarhús á Laugarvegi 19 í Varmahlíð. Svæðið hefur staðið ónýtt um langa tíð, og virðist líklegt til nýtingar sem íbúðarhúsalóð. Stjórn Menningarseturs Skagafjarðar hefur með bókun dags. 30.9.2020, samþykkt að fela skipulagsfulltrúa að vinna áfram með tillöguna í samvinnu við íbúa og hagsmunaaðila.Tillagan er unnin af Stoð ehf verkfræðistofu.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að fullvinna tillögu að lóðarblaði og stofnun lóðar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 405. fundur - 29.04.2021

Lögð er fyrir skipulags- og byggingarnefnd tillaga að lóðarafmörkun fyrir lóðina Laugavegur 19, í Varmahlíð. Tillagan gerir ráð fyrir stærð lóðar upp á 973,7 m2, byggingarreit 195 m2. Tvíhallandi þak 14° - 20°. Hámarkshæð húss upp á samtals 7 m á tveimur hæðum. nýtingarhlutfall upp á 0,31.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir lóðarblaðið og felur skipulagsfulltrúa stofnun lóðarinnar og að auglýsa lóðina til úthlutunar.