Fara í efni

Aðalgata 16B - Umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2009136

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 388. fundur - 14.10.2020

Sigurgísli E. Kolbeinsson f.h. Kaupfélags Skagfirðinga kt.680169-5009, skráður eigandi að Aðalgötu 16b á Sauðárkróki, leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi gamla bæjarins á Sauðárkróki. Breytingin fellst í að húsnæðinu Aðalgötu 16B, sem áður var minjasafn verði breytti í gistiaðstöðu. Þá felur breytingin í sér að lóð er stækkuð úr 1398,7 m2 í 1461,3 m2 og er byggingarreitur stækkaður bæði til norðurs og suðurs. Breytingartillagan er unnin af Verkís hf.
Tillagan er talin hafa jákvæð áhrif á nálæga starfsemi við Aðalgötu og Strandgötu.
Þá er tillagan ekki talin hafa veruleg áhrif á nærliggjandi íbúðarhús við Freyjugötu. Húsið aðalgata 16B er skilgreint í greinargerð um „Verndarsvæði í byggð“ með lágt verndargildi. Skipulags- og byggingarnefnd telur tímabært að hefja hið fyrsta endurskoðun á gildandi deiliskipulagi „gamla bæjarins“ á Sauðárkróki, enda er það víða ekki í samræmi við núverandi ástand.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna sem óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123.2010, og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 403. fundur - 21.10.2020

Vísað frá 388. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 14. október 2020 til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sigurgísli E. Kolbeinsson f.h. Kaupfélags Skagfirðinga kt.680169-5009, skráður eigandi að Aðalgötu 16b á Sauðárkróki, leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi gamla bæjarins á Sauðárkróki. Breytingin fellst í að húsnæðinu Aðalgötu 16B, sem áður var minjasafn verði breytti í gistiaðstöðu. Þá felur breytingin í sér að lóð er stækkuð úr 1398,7 m2 í 1461,3 m2 og er byggingarreitur stækkaður bæði til norðurs og suðurs. Breytingartillagan er unnin af Verkís hf.
Tillagan er talin hafa jákvæð áhrif á nálæga starfsemi við Aðalgötu og Strandgötu. Þá er tillagan ekki talin hafa veruleg áhrif á nærliggjandi íbúðarhús við Freyjugötu. Húsið aðalgata 16B er skilgreint í greinargerð um „Verndarsvæði í byggð“ með lágt verndargildi.
Skipulags- og byggingarnefnd telur tímabært að hefja hið fyrsta endurskoðun á gildandi deiliskipulagi „gamla bæjarins“ á Sauðárkróki, enda er það víða ekki í samræmi við núverandi ástand.
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir tillöguna með níu atkvæðum, sem óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123.2010, og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna.