Fara í efni

Skefilsstaðir 145911 Umsókn um landskipti

Málsnúmer 2009091

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 386. fundur - 21.09.2020

Eyjólfur Sverrisson kt. 030868-5879, f.h. Skefilsstaða ehf. kt. 641109-1260, þinglýsts eiganda jarðarinnar Skefilsstaðir, landnúmer 145911 óskar hér með eftir heimild til að stofna 1,3 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem „Bakkatún“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 721001 útg. 18. ágúst 2020. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. Verkfræðistofu.
Óskað er eftir því að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun og skráð sem sumarbústaðaland (60). Kvöð um sameiginlegan yfirferðarrétt Skefilsstaða, L145911, og útskiptrar spildu um vegarslóða sem mun liggja í landi beggja landeigna er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti. Staðvísir útskiptrar spildu vísar til þess landslags sem einkennir spilduna. Ekki er annað landnúmer innan sveitarfélagsins skráð með þennan staðvísi. Engin fasteign er á umræddri spildu. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Skefilsstöðum, landnr. 145911.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.