Fara í efni

Áform um frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 1062000 um mat á umhverfisáhrifum (leyfi til bráðabirgða)

Málsnúmer 2009054

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 385. fundur - 09.09.2020

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið áformar að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Þá er áformað að í frumvarpinu verði einnig lögð til breyting á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Áformað er að leggja til breytingu á lögum nr. 106/2000 um að leyfisveitandi geti í undantekningartilvikum, ef leyfi fyrir framkvæmd hefur verið fellt úr gildi vegna annmarka á mati á umhverfisáhrifum og sérlög sem um framkvæmdina gilda veita tímabundnar heimildir til framkvæmdar, veitt leyfi til bráðabirgða að uppfylltum tilteknum skilyrðum, m.a. að fullnægjandi umsókn um endanlegt leyfi liggi fyrir hjá leyfisveitanda og unnið verði að því að bæta úr annmörkum á mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar meðan umsóknin er til meðferðar. Þá verður að meta umhverfisáhrif frá upphafi framkvæmdar.
Áformað er einnig að leggja til breytingu á lögum nr. 7/1998 að fella niður heimild ráðherra til að veita tímabundnar undanþágur frá starfsleyfi og þess í stað verði leyfisveitendum veitt heimild til útgáfu leyfis til bráðabirgða í undantekningatilvikum, að uppfylltum nánari skilyrðum. Tryggja skal aðkomu og kærurétt almennings í ferlinu.
Umsagnarfrestur er til 17.09.2020. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast. Lagt fram til kynningar.