Fara í efni

Lóðamál í þéttbýli - Framtíðarskipan íbúðalóða

Málsnúmer 2008173

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 384. fundur - 25.08.2020

Vegna aukinna fyrirspurna um lóðir til byggingar einbýlishúsa-, parhúsa- og fjölbýlishúsa, telur Skipulags- og byggingarnefnd ástæðu til að marka stefnu um næstu skref í skipulagningu nýrra svæða. Til að mæta eftirspurn eftir lóðum leggur nefndin til eftirfarandi:
Skipulags- og byggingarnefnd leggur áherslu á að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags íbúðabyggðar í Nestúni á Sauðárkróki. Einnig að gerð verði lóðahönnun fyrir lóðir í botni götunnar Kvistahlíð á Sauðárkróki og þær grenndarkynntar.
Nefndin telur nauðsynlegt að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir nýja götu á Birkimel í Varmahlíð. Þá telur nefndin að gera verði deiliskipulag fyrir göturnar Sætún og Hátún ásamt Prestbakka og lóð fyrir kirkjuna og kirkjugarðinn á Hofsósi. Skipulagsfulltrúa er falið að uppfæra lista yfir þegar úthlutunarhæfar lóðir og birta á vefsíðu sveitarfélagsins.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 401. fundur - 26.08.2020

Vísað frá 384. fundi skipulags- og byggingarnefndar dags 25. ágúst 2020.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar er sammála afstöðu skipulagsnefndar og felur skipulagsfulltrúa að hefja þegar í stað vinnu við deiliskipulagsgerð auk gerð lóðarblaða og skilmála fyrir stakar lóðir sem eru óbyggðar, og tryggja þannig að nægt framboð á lóðum fyrir íbúðarhúsnæði verði í Skagafirði. Samþykkt með níu atkvæðum.