Fara í efni

Lóð 70 við Sauðárhlíð - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2006138

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 378. fundur - 22.06.2020

Magnús Freyr Gíslason kt. 051084-3149, f.h. Ljónagryfjunnar ehf. kt. 520407-0730, sækir um leyfi til að byggja við núverandi hlöðu á lóð 70 við Sauðárhlíð, L144009, samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum unnum af Stoð ehf. verkfræðistofu. Til stendur að byggja upp veitingastað, sem mun hafa tengingu við útivistarsvæði í nágrenni auk annarra stofnana á svæðinu. Engin almenn bílaumferð mun verða leyfð að húsinu, nema fyrir aflestun/vörumóttöku aðfanga og bílstæði fyrir hreyfihamlaða.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við að byggingarfulltrúi gefi út byggingarleyfi til samræmis við fyrirliggjandi gögn.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Svf Skagafjarðar - 107. fundur - 08.07.2020

Magnús Freyr Gíslason kt. 051084-3149, sækir f.h. Ljónagryfjunnar ehf. kt. 520407-0730 um leyfi til að byggja við núverandi húsnæði á lóð 70 við Sauðárhlíð L144009. Fyrirhugðuð byggingin mun hýsa veitingastað. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir eru í verki 5051, númer A-100 og A-101, dagsettir 12. júní 2020. Byggingaráform samþykkt.