Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd - 374

Málsnúmer 2006008F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 400. fundur - 24.06.2020

Fundargerð 374. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 4. júní 2020 lögð fram til afgreiðslu á 400. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 374 Vinnufundur um endurskoðun Aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
    Skipulagsnefnd mætti til fundar í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar á Akureyri, að Miðhúsavegi 1. Mættir á fundinn f.h. Vegagerðarinnar, Margrét Silja Þorkelsdóttir og Gunnar H. Guðmundsson.
    Skipulagsnefndarmenn mættir, Einar E. Einarsson, Regína Valdimarsdóttir, Álfhildur Leifsdóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi auk skipulagsráðgjafa Stefáni Gunnari Thors sem var tengdur fjarfundabúnaði og fór yfir málefnin á PowerPoint glærum.
    Farið yfir eftirfarandi málefni:
    Breytingum á stofnvegum: Varmahlíð
    Öryggisráðstafanir: Gatnamót á Króknum og Hofsósi
    Jarðgögn
    Tenging um Kjálka
    Reiðvegir almennt og þverun á vegum fyrir hestamenn
    Áningarstaðir fyrir ferðamenn
    Námur
    Bókun fundar Afgreiðsla 374. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 400. fundi sveitarstjórnar 24. júní 2020 með níu atkvæðum.