Fara í efni

Bráðabirgðaryfirlit fyrstu vatnaáætlunar fyrir Ísland

Málsnúmer 2002176

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 369. fundur - 28.04.2020

Lögð fram til kynningar Bráðabirgðayfirlit Vatnaáætlunar Umhverfisstofnunar, um stjórn vatnamála á Íslandi.
"Lög um stjórn vatnamála tóku gildi 19. apríl 2011 og með þeim var innleidd í íslenskan rétt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/60/EB um aðgerðaramma um stefnu í vatnamálum, svokölluð vatnatilskipun. Yfirliti þessu er ætlað að gefa innsýn í stöðu innleiðingar á lögunum og þeirri vinnu sem fram undan er í málaflokknum, en umfangsmikil vinna hefur farið fram á síðustu árum. Markmið laga um stjórn vatnamála er líkt og tilskipunarinnar að vernda vatn og vistkerfi þess, hindra frekari rýrnun vatnsgæða og bæta ástand vatnavistkerfa, votlendis og vistkerfa sem eru háð vatni, til að stuðla að því að vatn njóti heildstæðrar verndar. Til að ná fram markmiðum laganna skal vinna vatnaáætlun, aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun. Umhverfisstofnun annast stjórnsýslu á sviði vatnsverndar og á því að samræma og útbúa tillögu að vatnaáætlun. Öll sú vinna er unnin í samvinnu við þá aðila sem að stjórn vatnamála koma enda mikilvægt að fagleg þekking og sjónarmið sem flestra komi sem fyrst inn í vinnuna. Auk þess verður víðtækt samráð við hagsmunaaðila og almenning, m.a. í gegnum ráð og nefndir sem starfræktar eru í tengslum við lögin og með opinberri kynningu á tillögu áætlunarinnar. Gert er ráð fyrir að fyrsta vatnáætlun Íslands taki gildi árið 2022, en þá eru flest lönd Evrópu að skila sinni þriðju vatnaáætlun. Til að ná því markmiði hefur verið unnin stíf forgangsröðun verkefna. Samráð og samtal við almenning, sveitarfélög og hagsmunaaðila er afar mikilvægt þegar horft er til umfangs og stefnumörkunar sem mun koma fram í vatnaáætlun. Staðbundin þekking á álagi og gæðum vatns þarf að geta skilað sér með auðveldum hætti til stjórnvalda sem geta gripið til aðgerða. Bráðabirgðayfirlit þetta er því gefið út til að upplýsa almenning og hagsmunaaðila um stöðu verkefnisins og tækifæri gefið til að koma með ábendingar og athugasemdir á þessum stað í ferlinu. Að auki verða drög að vatnaáætlun auglýst til kynningar í sex mánuði árið 2021".