Fara í efni

Endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs

Málsnúmer 2001177

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Svf Skagafjarðar - 166. fundur - 17.02.2020

Lagt var fyrir fundinn erindi frá Umhverfisstofnun þar sem farið er yfir endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs í Sveitarfélaginu Skagafirði.
Ljóst er að auka þarf endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs og að auka þarf upplýsingagjöf til almennings varðandi flokkun.
Nefndin leggur til að Sveitarfélagið leiti leiða til að efla fræðslu um flokkun sorps með það að leiðarljósi að ná til allra íbúa sveitarfélagins í samstarfi við Flokku ehf. Nefndin boðar verkefnastjóra atvinnu- og menningarmála á næsta fund nefndarinnar.