Fara í efni

Stefna

Málsnúmer 1911238

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 891. fundur - 04.12.2019

Lögð fram stefna frá B. Pálssyni ehf. dagsett 26. nóvember 2019 vegna breytinga sem gerðar voru á aðalskipulagi sveitarfélagsins sl. vor og samþykktar af Skipulagsstofnun í júní sl. Í stefnunni er þess m.a. krafist að felldur verði úr gildi sá hluti breytingar sveitarfélagsins á aðalskipulagi sem tekur til Blöndulínu 3 og samþykkt var í sveitarstjórn 24. apríl 2019. Þá er krafist viðurkenningar á bótaskyldu vegna meints tjóns stefnanda vegna framangreindrar breytingar á aðalskipulaginu. Stefnan verður lögð fram í Héraðsdómi Norðurlands vestra þann 10. desember 2019.
Byggðarráð samþykkir með tveimur atkvæðum Stefáns Vagns Stefánssonar (B) og Gísla Sigurðssonar (D) að fela sveitarstjóra í samráði við ráðgjafa við vinnu aðalskipulags að ráða lögmann til að taka til varna í málinu.

Álfhildur Leifsdóttir (Vg og óháð) óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun:
VG og óháð hafa aldrei stutt hvernig að umræddu máli hefur verið staðið og ítrekað bókað að bæta þyrfti samráð við landeigendur, bíða eftir umhvefismati, fá óháða úttekt á möguleikum jarðstrengjalagna og gera frekari athugun á Kiðaskarðsleið. Sú afstaða er óbreytt.

Skipulags- og byggingarnefnd - 363. fundur - 05.12.2019

Lögð fram stefna frá B. Pálssyni ehf. dagsett 26. nóvember 2019 vegna breytinga sem gerðar voru á aðalskipulagi sveitarfélagsins sl. vor og samþykktar af Skipulagsstofnun í júní sl. Í stefnunni er þess m.a. krafist að felldur verði úr gildi sá hluti breytingar sveitarfélagsins á aðalskipulagi sem tekur til Blöndulínu 3 og samþykkt var í sveitarstjórn 24. apríl 2019. Þá er krafist viðurkenningar á bótaskyldu vegna meints tjóns stefnanda vegna framangreindrar breytingar á aðalskipulaginu. Stefnan verður lögð fram í Héraðsdómi Norðurlands vestra þann 10. desember 2019.