Fara í efni

Sjávarborg II (145955) - Umsókn um landskipti

Málsnúmer 1910029

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 359. fundur - 10.10.2019

Sólveig Olga Sigurðardóttir kt. 311273-3109, sækir fh. þinglýstra eigenda jarðarinnar Sjávarborgar II, landnúmer 145955, um heimild til að stofna 3.080 m² lóð úr landi jarðarinnar Sjávarborg II og nefna lóðina Sjávarborg 2a.
Meðfylgjandi er afstöðumynd lóðar Sjávarborgar 2a unnin af Sólveigu Olgu, dags. 02.10.2019. Verknúmer 2019-SB21.
Innan fyrirhugaðrar lóðar er fjöleignahús skráð matshluti 05 og véla/verkfærageymsla skráð matshluti 12 á jörðinni Sjávarborg II.
Yfirferðarréttur að lóðinni verður samkvæmt framangreindum uppdrætti.
Þá er óskað eftir lausn lóðarinnar úr landbúnaðarnotum.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Sjávarborg II Landnúmer 145955. Erindið samþykkt.