Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 68

Málsnúmer 1910006F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 389. fundur - 16.10.2019

Fundargerð 68. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar frá 9. október 2019 lögð fram til afgreiðslu á 389. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sigríður Magnúsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 68 Tekið fyrir erindi um rafræna varðveislu gagna Héraðskjalasafns Skagfirðinga frá Sólborgu Unu Pálsdóttur, héraðsskjalaverði, dagsett 24.09.2019.
    Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd felur héraðsskjalaverði að setja upp langtíma áætlun um rafræna varðveislu gagna sveitarfélagins og stofnanna þess.
    Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.
  • Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 68 Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fór í vettvangsferð í Byggðasafn Skagfirðinga. Berglind Þorsteinsdóttir, safnstjóri, kynnti starfsemina og varðveislumál. Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar atvinnu- menningar- og kynningarnefndar staðfest á 389. fundi sveitarstjórnar 16. október 2019 með níu atkvæðum.