Fara í efni

Skipulags- og byggingarnefnd - 355

Málsnúmer 1909002F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 388. fundur - 25.09.2019

Fundargerð 355. fundar skipulags- og byggingarnefndar frá 5. september 2019 lögð fram til afgreiðslu á 388. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Regína Valdimarsdóttir, með leyfi varaforseta, kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 355 Margeir Björnsson kt. 191038-2079 og Helga Þórðardóttir kt. 070450-4459 sóttu með erindi dagsettu 2. maí 2017 um framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 19,4 ha. svæði á lögbýlinu Mælifellsá (146221). Er það viðbót við 31,5 ha. svæði sem gerður var samningur um við Norðurlandsskóga árið 2002. Afgreiðsla skipulags- og byggingarnefndar var að veita framkvæmdaleyfi en undanskilja svæði sem samkvæmt gildandi aðalskipulagi er innan þess svæðis þar sem skipulagi er frestað vegna hugsanlegrar legu Blöndulínu 3.
    Nú óska umsækjendur eftir að framkvæmdaleyfið verði endurskoðað og heimiluð skógrækt á umræddu svæði þar sem breyting á Aðalskipulagi 2009-2021 hefur hlotið formlega staðfestingu. Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 355 Ingi Friðbjörnsson kt. 281045-3699, óskar eftir fh. afkomenda Friðbjörns Þórhallssonar (1919-2003), heimild skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Sveitafélagsins Skagafjarðar til að setja upp drykkjarfont sunnan og austan lóðarinnar Suðurbraut 18 á Hofsósi. Meðfylgjandi yfirlitsmynd dagsett 23. júlí 2019 unnin hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Eyjólfi Þór Þórarinssyni gerir nánari grein fyrir erindinu. Númer uppdráttar er S-101 verknúmer 786301. Erindið samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 355 Ingvar Gýgjar Sigurðarson sækir, fh. Veitu- og framkvæmdasviðs sveitarfélagsins um heimild til að setja upp upplýsingarskilti, bæjarskilti, við Þverárfjallsveg (744) norðan Gönguskarðsár. Meðfylgjandi uppdrættir gerðir hjá Stoð ehf. verkfræðistofu dagsettir 16. júlí 2019 af Atla Gunnari Arnórssyni. Fyrir liggur greinargerð og samþykki Vegagerðarinnar vegna þessa erindis. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 355 Sigfús Ingi Sigfússon Stóru-Gröf syðri sækir um heimild til að staðsetja gróðurskýli í landi Stóru-Grafar syðri likt og sýnt er á meðfylgjandi uppdráttum gerðum hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Fyrir liggur jákvæð umsögn minjavarðar um byggingarreitinn. Erindið samþykkt. Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 355 Björn Sigurþór Sigmundsson kt. 281057-5969 Öldustíng 15 óskar umsagnar skipulags- og byggingarnefndar varðandi fyrirhugaða byggingu bílgeymslu, allt að 50 m², á lóð sem fylgir eigninni við Öldustíg 15, inna sérnotaflatar efri hæðar. Meðfylgjandi er afstöðumynd/loftmynd sem gerir grein fyrir erindinu. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir ítarlegri gögnum.

    Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 355 Fyrirspurn um aðkomu að fyrirhuguðum fjölskyldugarði að Víðimel og vegtengingu að garðinum sunnanfrá þe. frá þjóðvegi 1.
    Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við málsaðila.
    Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 355 93. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 355 Umhverfismatsdagurinn, árlegt málþing Skipulagsstofnunar um umhverfismat, fer fram í Norræna húsinu þann 13. september næstkomandi klukkan 13.00-16.00. Í tilefni af yfirstandandi endurskoðun laga um mat á umhverfisáhrifum er sjónum beint að virkni umhverfismats fyrir samfélagið og umbótum á framkvæmd umhverfismats. Samþykkt að þeir fulltrúar sem sjá sér fært að mæta sæki fundinn. Bókun fundar Afgreiðsla 355. fundar skipulags- og byggingarnefndar staðfest á 388. fundi sveitarstjórnar 25. september 2019 með níu atkvæðum.