Fara í efni

Borgarteigur 3 Sauðárkróki - Umsókn um lóð

Málsnúmer 1907229

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 353. fundur - 01.08.2019

Ásta Björg Pálmadóttir óskar, fyrir hönd Steypustöðvar Skagafjarðar ehf kt. 671272-2349, eftir að fá lóðina að Borgarteig 3 á Sauðárkróki til úthlutunar vegna fyrirhugaðrar byggingar iðnaðar- og geymsluhúss. Steypustöð Skagafjarðar ehf kt. 6712722349 óskar einnig eftir að fá að setja niður vinnubúðir á ofangreindri lóð vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Sauðárkrókslínu 1 og 2 sem fyrirtækið mun annast fyrir Landsnet hf. Óskað er eftir að vinnubúðirnar fái að standa á lóðinni við Borgarteig 3 á meðan á verkinu stendur, í framhaldinu er fyrirhugað að byggja á lóðinni. Áætlaður verktími við Sauðárkrókslínu 1 og 2 er tvö ár. Meðfylgjandi eru uppdrættir af fyrirhuguðum vinnubúðum frá T.ark ehf arkitektum og Eflu ehf, verkfræðistofu. Uppdrættirnir eru með teik.nr. TC03-ARC-1.001 og TC03-ARC-0.002 með útgáfu dagsetningu 24.8.2015 ásamt skráningartöflum. Samþykkt að úthluta lóðinni til Steypustöðvarinnar og heimila tímabundna staðsetningu vinnubúða á lóðinni í samræmi við umsókn umsækjenda.