Fara í efni

Efri-Ás (146428) - Umsókn um byggingarreit.

Málsnúmer 1907034

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 352. fundur - 18.07.2019

Heiðbjört Hlín Stefánsdóttir kt.130972-5439 og Árni Sverrisson kt.241069-5759, þinglýstir eigendur jarðarinnar Efri-Ás, landnúmer 146428, óska eftir heimild til að stofna 1.050 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 721402 útg. 2. júlí 2019. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Um er að ræða byggingarreit fyrir nýtt íbúðarhús. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.