Fara í efni

Hofsós 218098 - Umsókn um uppsetningu auglýsingarskilta

Málsnúmer 1907002

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 352. fundur - 18.07.2019

Svava Ingimarsdóttir kt. 121170-3619 óskar eftir heimild til að setja niður auglýsingarskilti í Hofsósi, við Hofsósbraut gengt deildardalsvegi, Á gatnamótum Hofsósbrautar og Siglufjarðarvegar gengt Höfðastrandarvegi og norðar sundlaugarinnar. Skiltin eru 1m á hæð og 2m breið. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar, að fengnu leyfi Vegagerðarinnar, staðsetningu skilta við gatnamót Hofsósvegar nr 77 og Siglufjarðarvegar samkvæmt umsókn, en hafnar staðsetningu skiltis á lóð norðan sundlaugar þar sem skipulags- og byggingarnefnd telur ekki æskilegt að hafa slík auglýsingarskilti innan íbúðabyggðarinnar.

Skipulags- og byggingarnefnd - 353. fundur - 01.08.2019

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 18. júlí sl. var eftirfarandi bókað vegna þessarar umsóknar:
„Svava Ingimarsdóttir kt. 121170-3619 óskar eftir heimild til að setja niður auglýsingarskilti í Hofsósi, við Hofsósbraut gengt deildardalsvegi, á gatnamótum Hofsósbrautar og Siglufjarðarvegar gengt Höfðastrandarvegi og norðan sundlaugarinnar. Skiltin eru 1m á hæð og 2 m breið. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar, að fengnu leyfi Vegagerðarinnar, staðsetningu skilta við gatnamót Hofsósvegar nr 77 og Siglufjarðarvegar samkvæmt umsókn, en hafnar staðsetningu skiltis á lóð norðan sundlaugar þar sem skipulags- og byggingarnefnd telur ekki æskilegt að hafa slík auglýsingarskilti innan íbúðabyggðarinnar.“ Nú liggur fyrir neikvæð umsögn frá Vegagerðinni um staðsetningu skilta við gatnamót Siglufjarðarvegar og Hofsósvegar og er í þeirri höfnun vísað til 32. gr. vegalaga nr. 80/2007. Þar kemur meðal annars fram að staðsetning auglýsingskilta innan veghelgunarsvæða er óheimil án samþykkis Vegagerðarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar þó tímabundið, til 30. nóvember 2019, staðsetningu skilta við innkeyrslur að Hofsósi í fjarlægð 30 m frá miðlinu Siglufjarðarvegar og 15 m frá miðlinu Hofsósbrautar í nánara samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa. Skipulags- og byggingarnefnd er sammála um að ekki sé æskilegt að leyfa stök auglýsingarskilti á opnum svæðum innan íbúðarbyggðar.