Fara í efni

Kjarvalsstaðir 146471, Kjarvalsstaðir lóð 219448, Nautabú 146475 - Umsókn um staðfestingu landamerkja og afmörkun lóðar.

Málsnúmer 1906287

Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarnefnd - 354. fundur - 13.08.2019

þinglýstir eigendur jarðanna Nautabú, landnúmer 146475, Kjarvalsstaðir, landnúmer 146471 og iðnaðar- og athafnalóðarinnar Kjarvalsstaðir lóð, landnúmer 219448, óska eftir staðfestingu skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar á hnitsettum landamerkjum á milli jarðanna, eins og þau eru sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdráttum nr. S01 og S02. Meðfylgjandi er landamerkjayfirlýsing árituð af hlutaðeigandi um ágreiningslaus landamerki.
Þá óska landeigendur Kjarvalsstaða lóðar, landnr. 219448, eftir því að breyta afmörkun lóðarinnar til samræmis við hnitsett landamerki milli Kjarvalsstaða lóðar og Nautabús. Jafnframt verði suðurmerki lóðarinnar færð í miðlínu Hólavegar (767) skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S02. Fyrir breytingu er Kjarvalsstaðir lóð 15,5 ha. að stærð en eftir breytingu verður lóðin 15,75 ha. að stærð.
Framlagðir afstöðuppdrættir nr. S01 og S02, í verki 782202, dags. 19. júní 2019 unnir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni gera grein fyrir erindinu.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.